Eldingum skotið í tölvur í prófunum 6. ágúst 2008 00:01 Lenovo hvílir á gormum og er aðeins 12dB „hávaði“ í því sem er nær algjör þögn. Tölvuframleiðandinn Lenovo leggur mikla áherslu á gæðaprófanir í framleiðslu á tölvubúnaði sínum. Björn Birgisson, yfirvörustjóri hjá Nýherja, heimsótti höfuðstöðvar Lenovo í Peking og komst að því að þar eru tölvurnar frystar, hristar, hitaðar, fallprófaðar og látnar verða fyrir eldingum í gæðaprófunum. Björn segir að Peking sé engu lík og hafi hún tekið stakkaskiptum í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana þar sem uppbygging er gríðarleg. „Í borginni mætist nútíminn og svo aldagamall lífsstíll Kínverja og það var virkilega gaman að sjá hvernig hlutir hafa breyst í þeim mikla hagvexti sem einkennt hefur kínverskan efnahag síðustu ár," segir hann. Björn segir að heimsókn til Lenovo sé mjög áhugaverð og hafi ferðalangar fengið að kynnast þeim metnaði sem einkennir Lenovo og hvernig hið rótgróna kínverska fyrirtæki hafi orðið alþjóðlegt heimsfyrirtæki á nokkrum árum. „Þeir státa af 37 prósent markaðshlutdeild í Kína og þekkja þann markað gríðarlega vel. Þar fengum við að sjá hvernig Lenovo prófar búnaðinn og státa þeir af mestu gæðaprófunum sem svona tölvubúnaður fer í gegnum þar sem tölvur eru frystar, hristar, hitaðar, fallprófaðar og látnar verða fyrir eldingum ásamt fjölda annarra prófana. Það var sérstaklega áhugavert að koma inn í fullkomlega hljóðeinangrað herbergi þar sem þeir mæla hávaða í tölvum. Herbergið hvílir á gormum og er aðeins 12dB „hávaði" inni í því sem er nær algjör þögn en slíkt er ekki hægt að upplifa á mörgum stöðum í heiminum," segir Björn. Þá var haldið í verksmiðju sem framleiðir borðtölvur þar sem fjöldi færibanda snýst nánast allan sólarhringinn. „Það er athyglisvert að vita að svona verksmiðja getur framleitt ársþörf Íslendinga á tveimur dögum. Í lok framleiðsluferils eru allar tölvur látnar ganga í sérstökum hitaklefum sem tryggir að það fara engar vélar með bilunum eða göllum til viðskiptavina og er bilanatíðni þeirra með því lægsta sem gerist," segir hann. Lenovo framleiðir meðal annars ThinkPad-fartölvur en fyrirtækið tók við framleiðslunni úr höndum IBM fyrir nokkrum árum. „Hönnun á fyrstu ThinkPad-vélunum, undir merkjum IBM, fór fram í Japan og á uppruna sinn að rekja til nestisboxa sem Japanar nota gjarnan, Shokado Bento. Nafnið ThinkPad kemur frá lítilli minnisblokk sem á stóð Think og slíka fengu viðskiptavinir IBM að gjöf enda kjörorð IBM," segir Björn. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tölvuframleiðandinn Lenovo leggur mikla áherslu á gæðaprófanir í framleiðslu á tölvubúnaði sínum. Björn Birgisson, yfirvörustjóri hjá Nýherja, heimsótti höfuðstöðvar Lenovo í Peking og komst að því að þar eru tölvurnar frystar, hristar, hitaðar, fallprófaðar og látnar verða fyrir eldingum í gæðaprófunum. Björn segir að Peking sé engu lík og hafi hún tekið stakkaskiptum í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana þar sem uppbygging er gríðarleg. „Í borginni mætist nútíminn og svo aldagamall lífsstíll Kínverja og það var virkilega gaman að sjá hvernig hlutir hafa breyst í þeim mikla hagvexti sem einkennt hefur kínverskan efnahag síðustu ár," segir hann. Björn segir að heimsókn til Lenovo sé mjög áhugaverð og hafi ferðalangar fengið að kynnast þeim metnaði sem einkennir Lenovo og hvernig hið rótgróna kínverska fyrirtæki hafi orðið alþjóðlegt heimsfyrirtæki á nokkrum árum. „Þeir státa af 37 prósent markaðshlutdeild í Kína og þekkja þann markað gríðarlega vel. Þar fengum við að sjá hvernig Lenovo prófar búnaðinn og státa þeir af mestu gæðaprófunum sem svona tölvubúnaður fer í gegnum þar sem tölvur eru frystar, hristar, hitaðar, fallprófaðar og látnar verða fyrir eldingum ásamt fjölda annarra prófana. Það var sérstaklega áhugavert að koma inn í fullkomlega hljóðeinangrað herbergi þar sem þeir mæla hávaða í tölvum. Herbergið hvílir á gormum og er aðeins 12dB „hávaði" inni í því sem er nær algjör þögn en slíkt er ekki hægt að upplifa á mörgum stöðum í heiminum," segir Björn. Þá var haldið í verksmiðju sem framleiðir borðtölvur þar sem fjöldi færibanda snýst nánast allan sólarhringinn. „Það er athyglisvert að vita að svona verksmiðja getur framleitt ársþörf Íslendinga á tveimur dögum. Í lok framleiðsluferils eru allar tölvur látnar ganga í sérstökum hitaklefum sem tryggir að það fara engar vélar með bilunum eða göllum til viðskiptavina og er bilanatíðni þeirra með því lægsta sem gerist," segir hann. Lenovo framleiðir meðal annars ThinkPad-fartölvur en fyrirtækið tók við framleiðslunni úr höndum IBM fyrir nokkrum árum. „Hönnun á fyrstu ThinkPad-vélunum, undir merkjum IBM, fór fram í Japan og á uppruna sinn að rekja til nestisboxa sem Japanar nota gjarnan, Shokado Bento. Nafnið ThinkPad kemur frá lítilli minnisblokk sem á stóð Think og slíka fengu viðskiptavinir IBM að gjöf enda kjörorð IBM," segir Björn.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira