Viðskipti erlent

21. aldar uppreisn

Vefsamfélagssíðan Digg.
Vefsamfélagssíðan Digg.

Tilraunir til þess að eyða upplýsingum um það hvernig höfundarréttakóði HD-DVD diska er brotinn á bak aftur hafa skilað sér í uppreisn netverja.

Málið kom upp eftir bréf sem sent var frá félagi sem sér um stafrænan höfundarrétt á slíkum diskum. Þar var farið fram á að öllum upplýsingum um að uppræta kóðann væri eytt.

Vefsamfélagið Digg, sem er fréttasamfélagsvefur með áherslu á tæknimál, svaraði kallinu og tók út færslur notenda sem innihéldu þessar upplýsingar. Það þótti notendum vera full langt gengið í ritskoðun.

Það sem gerðist í kjölfarið var að færslur notenda sem vísuðu á áðurnefndar upplýsingar tóku að streyma inn á Digg í þúsundatali. Og vefurinn lagðist á hliðina. Einn notandi kallaði þetta „21. aldar uppreisn".

Digg hefur nú ákveðið að ritskoða ekki notendur sína. Upphafsmaður Digg sagði: „Ef við töpum þessu máli, þá það, við reynum fram í rauðan dauðann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×