Annie Mist: Maður þorir aldrei að búast við því að vinna
Annie Mist Þórisdóttir segist hafa fundið fyrir meiri pressu að vinna Heimsleikana í Crossfit í ár en í fyrra. Hún segist þó aldrei hafa þorað að búast við sigri en viðurkennir að vonbrigðin hefðu orðið mikil hefði hún hafnað utan efstu þriggja sætanna.