Kounde kveikti í endur­komu Börsunga

Jules Kounde var frábær í kvöld
Jules Kounde var frábær í kvöld Vísir/Getty

Tvö mörk frá Jules Kounde í seinni hálfleik sáu til þess að Barcelona vann 2-1 endurkomusigur á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Það dró til tíðinda á 21.mínútu þegar að Þjóðverjinn Ansgar Knauff kom gestunum frá Frankfurt yfir með marki í fyrstu alvöru sókn liðsins í leiknum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins.

Hansi Flick, þjálfari Barcelona, gerði eina breytingu í hálfleik til þess að reyna hressa upp á leik sinna manna. Marcus Rashford kom inn fyrir Fermin Lopez og þegar rétt innan við fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik lagði téður Rashford upp jöfnunarmark Barcelona þegar að Jules Kounde kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf Englendingsins.

Aðeins nokkrum stundarkornum síðar var Jules Kounde aftur á ferðinni þegar að hann kom Barcelona yfir með marki eftir fyrirgjöf Lamine Yamal. Staðan orðin 2-1 Barcelona í vil, frábær endurkoma.

Reyndist þetta lokamark leiksins. Sigurinn lyftir Barcelona upp í fjórtánda sæti Meistaradeildarinnar. Þar er liðið með tíu stig. Frnakfurt er í basli í 30.sæti með fjögur stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira