Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2025 21:06 Stjörnumenn sýndu sparihliðarnar í kvöld. vísir/Guðmundur Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu algjöran yfirburðasigur í kvöld þegar þeir urðu fyrstir til að leggja Grindavík að velli í Bónus-deild karla í körfubolta á þessari leiktíð. Lokatölur urðu 118-67, hreint ótrúlegar tölur og algjör rassskelling. Vert er að taka fram að Grindvíkingar misstu Jordan Semple úr húsi í fyrri hálfleiknum en meistararnir sýndu hvers þeir eru megnugir, í þessum stórleik fyrstu umferðar eftir landsleikjahlé. Heimamenn í Garðabænum byrjuðu betur og tóku frumkvæðið. Topplið Grindavíkur var þó ekki langt á eftir og vann sig betur inn í leikinn eftir því sem leikhlutinn leið. Í stöðunni 22-16 kom áhlaup frá Grindavík þar sem gestirnir gerðu ellefu stig í röð og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 24-27. Eftir leikhlutann hitnaði í kolunum. Seth LeDay flæktist í Daniel Mortensen sem hrasaði og var ekki sáttur og rauk strax upp og í LeDay sem ýtti honum frá sér og Mortensen datt í gólfið. Mortensen fékk tæknivillu og LeDay fékk óíþróttamannslega villu. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti þar sem Stjarnan var með yfirhöndina og var að spila betur. Jordan Semple lét henda sér út úr húsi þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Semple fékk tvær tæknivillur með stuttu millibili. Fyrst fékk Semple tæknivillu fyrir að munnhöggvast við Giannis Agravanis og síðan í næstu sókn Stjörnunnar fékk Semple dæmda á sig villu og eftir að hann klappaði í kaldhæðnistón fékk hann aðra tæknivillu og var vísað út úr húsi. Mjög heimskulegt hjá Semple sem setti liðið sitt í mjög vonda stöðu og Stjarnan gekk á lagið eftir þetta atvik og heimamenn voru tíu stigum yfir í hálfleik 57-47. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleik með látum og gerðu tólf stig í röð og komust 22 stigum yfir 69-47. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, reyndi að bregðast við með að taka leikhlé þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn voru 26 stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 88-62. Stjarnan vann að lokum 118-67 og fyrsta tap Grindavíkur staðreynd. Atvik leiksins Seinni tæknivillan sem Jordan Semple nældi sér í eftir að hann hafði verið nýbúinn að fá tæknivillu var mjög heimskuleg og honum ekki til sóma. Hann klappaði hæðnislega eftir að hafa fengið á sig villu og í raun bað um að láta vísa sér útaf. Semple var stigahæstur í Grindavík áður en hann lét henda sér út úr húsi og eyðilagði leikinn fyrir Grindavík. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson mætti til baka með látum en hann hafði verið að glíma við meiðsli. Ægir gerði 25 stig þar sem hann klikkaði aðeins úr einu skoti. Seth Leday var öflugur í liði Stjörnunnar en hann endaði með tvöfalda tvennur þar sem hann gerði 21 stig og tók 10 fráköst. Skúrkur kvöldsins var Jordan Semple. Hann missti hausinn í fyrri hálfleik og fékk tvær verðskuldaðar tæknivillur. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Bragi Daði Ágústsson. Það var nóg að gera hjá tríóinu í kvöld. Það var mikill hiti í leiknum og dómararnir höfðu í nægu að snúast. Jordan Semple fékk tvær tæknivillur og var vísað út úr húsi í fyrri hálfleik. Ásamt því voru aðrar stórar ákvarðanir sem voru réttar hjá teyminu líkt og að gefa Seth LeDay óíþróttamannslega villu í stað þess að henda honum út úr húsi. Leikurinn fékk lítið að flæða og það var mikið flautað en það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Það var alvöru veisla fyrir matgæðinga landsins fyrir leik. Justin Shouse og félagar í Just Wingin it mættu á svæðið og buðu upp á kjöt í pylsubrauði. „Hann baðst afsökunar í hálfleik“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var svekktur eftir leikVísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir fyrsta tap liðsins á tímabilinu. „Við vorum flatir. Þetta var illa undirbúið hjá okkur þjálfarateyminu, við vorum seinir að bregðast við og því fór sem fór,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik. Jóhann var ekki ánægður með Jordan Semple sem fékk tvær tæknivillur og lét henda sér út úr húsi. „Þetta var kjánalegt og á ekki að gerast. Hann prjónaði yfir sig og það gerist. Hann baðst afsökunar í hálfleik og þetta var bara eitt tap og áfram gakk.“ Aðspurður út í hvernig hans lið höndlaði lætin í kvöld tók Jóhann undir að það hafi ekki gengið vel hjá hans liði. „Það gekk ekki vel. Í grunninn var þetta bara illa undirbúinn leikur og seint gripið inn í sem var ástæðan fyrir tapinu. Þetta er þó það sem lið reyna að gera gegn okkur að hleypa leiknum upp og koma okkur úr jafnvægi sem þeim tókst í dag,“ sagði Jóhann að lokum. Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan
Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu algjöran yfirburðasigur í kvöld þegar þeir urðu fyrstir til að leggja Grindavík að velli í Bónus-deild karla í körfubolta á þessari leiktíð. Lokatölur urðu 118-67, hreint ótrúlegar tölur og algjör rassskelling. Vert er að taka fram að Grindvíkingar misstu Jordan Semple úr húsi í fyrri hálfleiknum en meistararnir sýndu hvers þeir eru megnugir, í þessum stórleik fyrstu umferðar eftir landsleikjahlé. Heimamenn í Garðabænum byrjuðu betur og tóku frumkvæðið. Topplið Grindavíkur var þó ekki langt á eftir og vann sig betur inn í leikinn eftir því sem leikhlutinn leið. Í stöðunni 22-16 kom áhlaup frá Grindavík þar sem gestirnir gerðu ellefu stig í röð og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 24-27. Eftir leikhlutann hitnaði í kolunum. Seth LeDay flæktist í Daniel Mortensen sem hrasaði og var ekki sáttur og rauk strax upp og í LeDay sem ýtti honum frá sér og Mortensen datt í gólfið. Mortensen fékk tæknivillu og LeDay fékk óíþróttamannslega villu. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti þar sem Stjarnan var með yfirhöndina og var að spila betur. Jordan Semple lét henda sér út úr húsi þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Semple fékk tvær tæknivillur með stuttu millibili. Fyrst fékk Semple tæknivillu fyrir að munnhöggvast við Giannis Agravanis og síðan í næstu sókn Stjörnunnar fékk Semple dæmda á sig villu og eftir að hann klappaði í kaldhæðnistón fékk hann aðra tæknivillu og var vísað út úr húsi. Mjög heimskulegt hjá Semple sem setti liðið sitt í mjög vonda stöðu og Stjarnan gekk á lagið eftir þetta atvik og heimamenn voru tíu stigum yfir í hálfleik 57-47. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleik með látum og gerðu tólf stig í röð og komust 22 stigum yfir 69-47. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, reyndi að bregðast við með að taka leikhlé þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn voru 26 stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 88-62. Stjarnan vann að lokum 118-67 og fyrsta tap Grindavíkur staðreynd. Atvik leiksins Seinni tæknivillan sem Jordan Semple nældi sér í eftir að hann hafði verið nýbúinn að fá tæknivillu var mjög heimskuleg og honum ekki til sóma. Hann klappaði hæðnislega eftir að hafa fengið á sig villu og í raun bað um að láta vísa sér útaf. Semple var stigahæstur í Grindavík áður en hann lét henda sér út úr húsi og eyðilagði leikinn fyrir Grindavík. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson mætti til baka með látum en hann hafði verið að glíma við meiðsli. Ægir gerði 25 stig þar sem hann klikkaði aðeins úr einu skoti. Seth Leday var öflugur í liði Stjörnunnar en hann endaði með tvöfalda tvennur þar sem hann gerði 21 stig og tók 10 fráköst. Skúrkur kvöldsins var Jordan Semple. Hann missti hausinn í fyrri hálfleik og fékk tvær verðskuldaðar tæknivillur. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Bragi Daði Ágústsson. Það var nóg að gera hjá tríóinu í kvöld. Það var mikill hiti í leiknum og dómararnir höfðu í nægu að snúast. Jordan Semple fékk tvær tæknivillur og var vísað út úr húsi í fyrri hálfleik. Ásamt því voru aðrar stórar ákvarðanir sem voru réttar hjá teyminu líkt og að gefa Seth LeDay óíþróttamannslega villu í stað þess að henda honum út úr húsi. Leikurinn fékk lítið að flæða og það var mikið flautað en það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Það var alvöru veisla fyrir matgæðinga landsins fyrir leik. Justin Shouse og félagar í Just Wingin it mættu á svæðið og buðu upp á kjöt í pylsubrauði. „Hann baðst afsökunar í hálfleik“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var svekktur eftir leikVísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir fyrsta tap liðsins á tímabilinu. „Við vorum flatir. Þetta var illa undirbúið hjá okkur þjálfarateyminu, við vorum seinir að bregðast við og því fór sem fór,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik. Jóhann var ekki ánægður með Jordan Semple sem fékk tvær tæknivillur og lét henda sér út úr húsi. „Þetta var kjánalegt og á ekki að gerast. Hann prjónaði yfir sig og það gerist. Hann baðst afsökunar í hálfleik og þetta var bara eitt tap og áfram gakk.“ Aðspurður út í hvernig hans lið höndlaði lætin í kvöld tók Jóhann undir að það hafi ekki gengið vel hjá hans liði. „Það gekk ekki vel. Í grunninn var þetta bara illa undirbúinn leikur og seint gripið inn í sem var ástæðan fyrir tapinu. Þetta er þó það sem lið reyna að gera gegn okkur að hleypa leiknum upp og koma okkur úr jafnvægi sem þeim tókst í dag,“ sagði Jóhann að lokum.