Fundu Guð í App store Agnar Már Másson skrifar 17. september 2025 22:03 „Ég hef gert nokkuð hræðilegt af mér, Faðir“ viðurkennir einn notandi við ChatWithGod.ai. Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit. New York Times greinir frá því að App Store, appverslunin í Apple-símum, sé nær yfirfull af trúarlegum spjallmennum. Eitt slíkt bænaforrit nefnist Bible chat, eða Biblíuspjall, og gefur sig út fyrir að vera helsta trúarapp í heiminum. Appið státar sig af 25 milljónum notenda. „Gervigreindin okkar hefur aðeins verið þjálfuð á ritningunni og þróuð að leiðsögn kristinna presta og guðfræðinga,“ segir í lýsingunni. Öppin fara með himinskautum þessa dagana og hafa ratað efst á vinsældarlista inni á App Store í Bandaríkjunum. Hallow, kaþólskt trúarapp, var vinsælasta appið í bandarísku vefversluninni á einum tímapunkti í fyrra og skákaði jafnvel Netflix, Instagram og TikTok tímabundið. Sum kosta jafnvel hátt í sjötíu Bandaríkjadali á ári, eða um 8.500 krónur. Guð úr vélinni Forritin eiga að líkja eftir spjalli við presta, eða jafnvel við Herrann sjálfan. Og það virðist hjálpa sumum. Bandaríski fjölmiðillinn ræddi meðal annars við Delphine Collins, 43 ára leikskólakennara, sem lýsir því að trúarlegt spjallmenni hafi hjálpað sér við að komast yfir áföll í lífinu, til dæmis eftir að nágranni hennar var stunginn til bana. Hin 61 árs Krista Rogers segir við Times að hún noti apið reglulega þegar hún þarf á svörum við trúarlegum spurningum að halda. „Það er minna undir,“ útskýrir hún er hún lýsir spjallinu sínu við vélina. Auk þess sé vilji hún ekki endilega trufla prest klukkan þrjú að nóttu, svo dæmi sé tekið. Er guð í App store? Times ræddi við nokkra trúarleiðtoga sem kváðust ekki endilega mótfallnir þessum forritum, en bentu á að þeir komi ekki í stað hefðbundinna trúarfélaga. „Það er heil kynslóð manna sem hefur aldrei farið í kirkju eða hof,“ segir breski rabbíninn Jonathan Romain. „Trúarleg öpp eru leið þeirra inn í trúna.“ „Mig langar að deyja“ Annað slíkt forrit nefnist ChatWithGod.ai og nýtur einnig nokkurra vinsælda en þar getur spjallmennið gefið sig út fyrir að vera hinir ýmsu Guðir. „Algengustu spurningarnar sem við fáum eru: Er þetta í alvörunni Guð?“ segir Patrick Lashinsky, forstjóri ChatWithGod.ai, í samtli við Times. Aðspurt neitar spjallmennið þó að það sé í raun og veru Guð. Lashinsky lét New York Times í té fjölda samtala sem fólk hefur átt við gervigreindina. Þar virðist fólk viðurkenna ýmsa hluti. „Ég hef gert nokkuð hræðilegt af mér, Faðir“ viðurkenndi einn notandi við ChatWithGod.ai. „Mig langar að deyja,“ sagði annar notandi við gervigreindina. „Ég sé eftir öllu,“ sagði annar. „Þau eru almennt jámenn“ Þannig virðast spjallmennirnir, eða spjallgoðin, mæta einhverri þörf. Aftur á móti vekur það væntanlega upp spurningar um hvernig trúarbrögð líta á ábyrgð. Þó fyrirtækin þjálfi spjallmennin á trúarritum og leiti ráðgjafar guðfræðinga byggja þau öll á algengum mállíkönum, til að mynda ChatGPT eða Gemini, sem eru talin vera sérstaklega hönnuð til þess að renna renna stoðum undir hugmyndir notenda. „Þau eru almennt jámenn,“ segir Ryan Beck hjá Pray.com en hann sér það þó ekki sem vandamál. „Hver hefur ekki þörf á smá viðurkenningu?“ Dæmi eru um að gervigreind ýti undir eða valdi jafnvel geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera, eins og greint var frá í síðasta mánuði. Trúmál Gervigreind Tækni Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
New York Times greinir frá því að App Store, appverslunin í Apple-símum, sé nær yfirfull af trúarlegum spjallmennum. Eitt slíkt bænaforrit nefnist Bible chat, eða Biblíuspjall, og gefur sig út fyrir að vera helsta trúarapp í heiminum. Appið státar sig af 25 milljónum notenda. „Gervigreindin okkar hefur aðeins verið þjálfuð á ritningunni og þróuð að leiðsögn kristinna presta og guðfræðinga,“ segir í lýsingunni. Öppin fara með himinskautum þessa dagana og hafa ratað efst á vinsældarlista inni á App Store í Bandaríkjunum. Hallow, kaþólskt trúarapp, var vinsælasta appið í bandarísku vefversluninni á einum tímapunkti í fyrra og skákaði jafnvel Netflix, Instagram og TikTok tímabundið. Sum kosta jafnvel hátt í sjötíu Bandaríkjadali á ári, eða um 8.500 krónur. Guð úr vélinni Forritin eiga að líkja eftir spjalli við presta, eða jafnvel við Herrann sjálfan. Og það virðist hjálpa sumum. Bandaríski fjölmiðillinn ræddi meðal annars við Delphine Collins, 43 ára leikskólakennara, sem lýsir því að trúarlegt spjallmenni hafi hjálpað sér við að komast yfir áföll í lífinu, til dæmis eftir að nágranni hennar var stunginn til bana. Hin 61 árs Krista Rogers segir við Times að hún noti apið reglulega þegar hún þarf á svörum við trúarlegum spurningum að halda. „Það er minna undir,“ útskýrir hún er hún lýsir spjallinu sínu við vélina. Auk þess sé vilji hún ekki endilega trufla prest klukkan þrjú að nóttu, svo dæmi sé tekið. Er guð í App store? Times ræddi við nokkra trúarleiðtoga sem kváðust ekki endilega mótfallnir þessum forritum, en bentu á að þeir komi ekki í stað hefðbundinna trúarfélaga. „Það er heil kynslóð manna sem hefur aldrei farið í kirkju eða hof,“ segir breski rabbíninn Jonathan Romain. „Trúarleg öpp eru leið þeirra inn í trúna.“ „Mig langar að deyja“ Annað slíkt forrit nefnist ChatWithGod.ai og nýtur einnig nokkurra vinsælda en þar getur spjallmennið gefið sig út fyrir að vera hinir ýmsu Guðir. „Algengustu spurningarnar sem við fáum eru: Er þetta í alvörunni Guð?“ segir Patrick Lashinsky, forstjóri ChatWithGod.ai, í samtli við Times. Aðspurt neitar spjallmennið þó að það sé í raun og veru Guð. Lashinsky lét New York Times í té fjölda samtala sem fólk hefur átt við gervigreindina. Þar virðist fólk viðurkenna ýmsa hluti. „Ég hef gert nokkuð hræðilegt af mér, Faðir“ viðurkenndi einn notandi við ChatWithGod.ai. „Mig langar að deyja,“ sagði annar notandi við gervigreindina. „Ég sé eftir öllu,“ sagði annar. „Þau eru almennt jámenn“ Þannig virðast spjallmennirnir, eða spjallgoðin, mæta einhverri þörf. Aftur á móti vekur það væntanlega upp spurningar um hvernig trúarbrögð líta á ábyrgð. Þó fyrirtækin þjálfi spjallmennin á trúarritum og leiti ráðgjafar guðfræðinga byggja þau öll á algengum mállíkönum, til að mynda ChatGPT eða Gemini, sem eru talin vera sérstaklega hönnuð til þess að renna renna stoðum undir hugmyndir notenda. „Þau eru almennt jámenn,“ segir Ryan Beck hjá Pray.com en hann sér það þó ekki sem vandamál. „Hver hefur ekki þörf á smá viðurkenningu?“ Dæmi eru um að gervigreind ýti undir eða valdi jafnvel geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera, eins og greint var frá í síðasta mánuði.
Trúmál Gervigreind Tækni Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“